Vara

  Dúnkoddi - 100% dúnn - stærð 50x70 - 600g

  22.900 kr.

  Náttúruleg gæði dúnsins
  Dúnkoddinn er fylltur með hvítum 600g af hvítum andadúni. Dúnkoddinn er eingöngu fylltur með andardún og er því vistvænn.  Það sem skiptir mestu máli í vali á gæðadún er aldur dúnsins. Því lengur sem öndin dvelur við náttúrulegar aðstæður því þéttari verður dúnninn. Áður en dúnninn fer í koddann er hann hitahreinsaður til að fjarlægja alla hugsanlega ofnæmisvalda.  Í koddanum er 100% dúnn.

  600g dúnn og 100% náttúruleg efni
  Ytra byrði koddans er saumað úr 270 þráða bómul sem tryggir mjúka viðkomu. Þegar koddinn hefur verið þveginn í fyrsta sinn mýkist bómullin og þéttist. Til að forðast ryk og önnur óhreinindi sem geta framkallað ofnæmi, er mikilvægt að koddinn sé framleiddur úr bestu fáanlegri bómull. 
  Í dúnkoddanum er 600 g dúnn og ekkert fiður. Dúnkoddinn hentar þeim sem vilja miklan stuðning.

  Vottun

  Lín Design sængurnar og koddarnir eru OEKO-TEX® og RDS vottaðar. OEKO TEX vottun tryggir að varan sé framleidd á sjálfbæran hátt án skaðlegra efna. RDS Responsible Down Standard

  RDS vottun tryggir ábyrga framleiðsluhætti, dúnnin kemur frá matvælaiðnaði.Dúnnin kemur einungis frá öndum sem hafa verið meðhöndlaðar af sérstakri gætni, þeim er gert kleift að lifa heilbrigðu lífi, fyljga meðfæddri hegðun og þjást ekki vegna sársauka eða álags

  RDS staðlinum fylgir einnig rekjanleika krafa frá býli til vöru þannig er tryggt að dúnn og fiður sem eru merkt RDS eru það ( hægt að rekja á ákveðin býli )


  Hvers vegna er ekkert fiður í koddanum?
  Í dúnkoddunum frá Lín Design er ekkert fiður. Dúnninn einangrar mun betur en fiðrið. Dúnninn andar og losar mun betur raka en fiður. Fiður er oft notað sem fyllingarefni á móti dúninum vegna þess hve ódýrt það er. Þar sem ekkert fiður er að finna í koddanum gatar hann ekki verið og er dásamlega mjúkur.

  Ofnæmi - nei takk!
  Samkvæmt rannsóknum háskólans í Kiel í Þýskalandi og læknadeild Wellington háskólans í Nýja Sjálandi eru dúnkoddar mun betri fyrir fólk sem þjást af astma eða ofnæmi. Rannsóknirnar sýndu að gervikoddar eru mun líklegri til að innihalda ofnæmisvalda sem síðan geta valdið astma eða ofnæmi. ,,Sængur úr gerviefnum safna hraðar í sig ofnæmisvökum frá rykmaurum en sængur sem gerðar eru úr dúni. Lengi var því trúað að rykmaurar tímguðust betur í sængum gerðum úr dúni en úr öðrum efnum. Því eru stundum auglýstar ofnæmisfríar sængur úr gerviefnum. Rannsóknir seinna ára benda til þess að þessu sé alveg öfugt farið og að rykmaurar tímgist verr í dúnsængum.  Rannsóknirnar virðast því kollvarpa þeirri trú að gerviefni séu betri í sængurfatnað þeirra sem eru með ofnæmi heldur en dúnsængur og dúnkoddar".*

  * Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi  Smelltu hér til að sjá frekari þvottalýsingu

  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.