Vara

  Kría - 140X200

  19.490 kr.

  Kría er nýtt mynstur sem kemur í hágæða sérvalinni pimabómull (540 þræðir) með satínvefnaði og stafrænni prentun

  Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita en nánari þvottleiðbeiningar má nálgast https://www.lindesign.is/lin-design/um-lin-design/thvottaleidbeiningar/

  Einstaklega falleg rúmföt skreytt með hinni íslensku Kríu. Rúmfötin eru ofin úr 540 þráða bómullarsatíni sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt , varanlega endingu og heldur sér eins þvott eftir þvott. 

  Hvað er betra en að sofa við mýkt umvafin íslenskri Kríu !

  Sængurver 140X200 koddaver 50X70 púði (svæfilsver) 40X40. Rúmfötin eru með mynstri öðrum megin og grá hinum megin og því hægt að nýta þau á 2 vegu. Einnig eru rúmfötin fáanleg í stærri stærðum .

  Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni.

  Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver  sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu.

  Krían er eini íslenski fulltrúi þernuættarinnar. Hún er spengilegur og tígulegur fugl,Krían er afbragðs flugfugl, hún andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir síli. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver ekki aðeins eigin afkvæmi fyrir ræningjum, heldur njóta aðrir fuglar einnig góðs af að verpa í nágrenni hennar. Krían er mjög félagslynd og á sífelldu iði

  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.