Vara

  Silki augngríma - hvít

  4.790 kr.

  Silki augngrímurnar eru úr 100% náttúrulegu hágæða Mulberry silki ( 22 momme) og eru silkimjúkar, henta þeim sem vilja mikinn lúxus.Silkið er eitt sterkasta og mýksta efni sem framleitt er og er eitt best geymda fegurðar leyndarmálið

  Silki er náttúrulegt efni sem verndar bæði húð og hár. Silkið vinnur gegn fitumyndun bæði í hári og húð. Hentar vel viðkvæmnri húð og vinnur gegn bólum og hrukkumyndun. Silkið veitir náttúrulega hitajöfnun og andar.

  Hægt er að fá silki koddaver og silki hárteygur úr Mulberry silki. Silkið er fáanlegt í gráu, hvítu og bleiku.

  Svefngríman frá Lín Design er þægileg heima við og á ferðalaginu.  Fyrir þá sem eiga erfitt með að sofa á björtum sumarnóttum er svefngríma nauðsynleg fyrir góðan svefn en athugið að hvít augngríma myrkvar ekki alveg mælum frekar með dekkri augngrímu fyrir þá sem vilja að augngríman myrkvi alveg.  Hlífin er saumuð úr 100% Mulberry silki  sem er einstaklega mjúkt og endingargott.  
  Teygjan er mátulega slök til að gríman veiti vellíðan og betri svefn

  Þvoist á 30 gráðum fyrir viðkvæman þvott eða á silkiprógrammi og setjið ekki í þurrkara.

  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.