Fífa

10.990 kr.

Fífan er gædd einstakri mýkt og hreyfanleika.  Hún hefur verið bæði til gagns og yndisauka í gegnum tíðina.  Fífan vex í mýrlendi og víða um landið má sjá heilu breiðurnar sem kalla fram einstök hughrif. 


Fífumynstrið frá Lín Design er ofið í sængurverið.  Í sængurverinu eru ofin tvö fífumynstur ofarlega í rúmfatnaðinum. Fífumynstrið er ofið með bómullarþráðum sem þýðir að útsaumurinn heldur sér vel.  Fífan er saumuð í 380 þráða 100% Pima bómull. Sængurfatnaðurinn er því afar mjúkur og vandaður. Rúmfötin eru framleidd á Íslandi
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 100% umhverfisvænni Pima bómull sem tryggir langa þræði , þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum.

Fífumynstrið er hægt að fá í rúmfötum í stærðum 70X100, 100X140 og 140X200.


Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita en nánari upplýsingar um þvottleiðbeiningar má nálgast 
á Þvottaleiðbeiningar: sjá heimasíðu https://www.lindesign.is/lin-design/um-lin-design/frodleiksmolar/thvottaleidbeiningar/

 

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.