Bað- og líkamsolía blóðberg 100ml

4.632 kr.

Ilmvörurnar eru nýjung hjá Lín Design. Vörurnar eru hágæðavara handunnar úr lífrænum afurðum í Þýskalandi. Ilmurinn er sérhannaður fyrir Lín Design og er því einstakur og einn sinnar tegundar.  Ilmurinn er gerður úr íslensku blóðbergi og cacoa (súkkulaðijurt frá Suður-Ameríku). Vörurnar eru umhverfisvænar í alla staði.

Bað- og líkamsolía með blóðbergsilmi. Olían er 99% lífræn og inniheldur mjög mikið magn af E-vítamíni sem gefur húðinni fallegan ljóma og næringu. E-vítamín er mjög gott fyrir húðina og fyrirbyggir öldrun húðarinnar. Olían samanstendur aðallega af sólblóma-, jojoba- og avocadoolíum. Hún er handgerð og unnin án allra kemískra efna. Olían er frábær til að fá mikla næringu fyrir húðina og fitu á þurra húð. Saltið er í endurvinnanlegum pakkningum og kemur í fallegum sérhönnuðum textíl umbúðum. 

Aðal grunnefni í baðolíunni frá Lín Design eru: Sólblómakjarnaolía, jojobaolía, macademia olía, sítrónugras olía, avocado olía, patchouli olía, ylang ylang olía, salvíu olía og E-vítamín (tókóferól).

Notkun: Notist beint á húð eftir sturtu eða bað. Einnig hægt að nota út í bað til að fá enn meiri næringu. 
Blóðbergið er yndisleg íslensk jurt sem gefur frá sér einstakan ilm sem konur hafa laðast að frá upphafi landnáms.  Konur fylltu gjarnan dyngjur sínar og kistla af Blóðberginu til að njóta ilmsins innanhúss. Konur böðuðu sig ekki einungis upp úr Blóðberginu heldur nýttu einnig jurtina til innöndunar þar sem talið er að hún leysi úr læðingi vellíðan. Blóðbergið inniheldur fjölmargar virkar ilmkjarnaolíur og hátt hlutfall andoxunarefana.Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.