Skautbúningasvuntan

6.490 kr.

Skautbúningasvuntan er í anda íslenska skautbúningsins sem hannaður var af Sigurði Guðmundssyni málara á árunum 1858-1860.

Á undanförnum árum hefurorðið mikil breyting á íslenskri hönnun.  Snemma árs 2009 kom út Sjónabók í samstarfi við Þjóðminasafnið. Í bókinni er að finna íslensk mynstur frá 17. 18. og 19. öld. Markmið með útgáfu bókarinnar var m.a. að hvetja hönnuði dagsins í dag að nota mynstur fyrri ára til innblásturs.

Frá upphafi hefur markmið hönnuða verið að sækja innblástur í íslenska náttúru og menningu. Það er mikið gleðiefni að sækja í gamlan grunn og færa í nýjan búning.

Í þessari sendingu kemur svuntan í fallegu veski sem er gullbróderað eins og svuntan.

Svuntan er ofin úr 100% polyester.  Þær eru straufríar og sérstaklega húðaðar svo að blettir setjist síður í efnið (sjá þvottaleiðbeiningar).

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.