Eyjafjallajökull rúmföt

  15.490 kr.

  Eyjafjallajökull rúmfötin eru hvít og án útsaums.  Mynstrið er grafískt og minnir á skarpa fjallstinda. Þau eru ofin úr okkar allra bestu bómullblöndu sem mýkist ár eftir ár. 

  Rúmfötin eru damask ofin og eru sérstaklega valin fyrir þá sem gera kröfur um mikla mýkt og gæði
  Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 100% Pima bómull damask vefnaði sem tryggir langa þræði , þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni .

   Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu

  Æskilegast er að þvo rúmfötin við 40 gráður  Skoða þvottaleiðbeiningar

  Stærð: 140X200 50X70 40X40
  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.