Gleym mér ei 140x200

  15.490 kr.10.843 kr.

  Í hugum margra er Gleym mér ei tengt minningum úr æsku og íslenskri náttúru.  Flestir hafa einhvern tímann leikið sér að því að festa blómið við föt sín.  Gleym mér ei skírskotar til vináttu og kærleika og er blóm minninganna og ástarinnar.


  Í blómamynstrinu frá Lín Design eru krónublöðin blá og gul innst.

  Gleym mér ei sængurfatnaðurinn frá Lín Design eru ofin úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull.  Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita.

  Sængurver 140X200 koddaver 50X70 og púðaver 40X40

  Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver  sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu

  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.