Svunta Skaftafellsmunstur

  4.290 kr.

  Svuntan "Skaftafell" er framleidd úr þéttu efni sem þolir vel þvott.  Mynstrið er ofið í svuntuna svo úr verður glæsilegt munstur sem á sér langa sögu.
  Skaftafellsmynstur kemur úr sjónabók Jóns Einarssonar.  Jón var mikill hagleiksmaður (1731-1798) og tók saman nokkur af helstu útsaumamynstur samtímans úr Skaftafelli. 
  Skaftafellsbók var í þrykktu leðurbandi og taldi 49 blaðsíður.  Munstrin í bókinni er margvísleg rúðumunstur og stafagerðir en jafnframt línuteiknuð blóm og jurtir.

  Á Íslandi er löng hefð fyrir fallegu skrauti og munstri á vefnarvörum.  Árið 2009 kom út bókin Íslensk sjónabók sem inniheldur 10 sjónabækur sem allar eiga það sameiginlegt að vera "hannaðar" á 18. og fyrri hluta 19. aldar.  Í bókinni er að finna mikið af fallegum mynstrum sem eiga jafn vel við í dag og þegar þau voru hönnuð á sínum tíma.

  Í vörulínu Lín Design er að finna nokkur íslensk mynstur frá fyrri tíð.  Það er mikið gleðiefni að færa þessi gömlu fallegu munstur inn í nútímann.  Hönnunin hefur á engan hátt verið breytt frá fyrri tíð, heldur er litamynstri annað og efnisvalið nokkuð frábrugðið því sem var á 18. og 19. öld.

  Svuntan er ofin úr 100% polyester.  Þær eru straufríar og sérstaklega húðaðar svo að blettir setjist síður í efnið (sjá þvottaleiðbeiningar).

  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.