Baðsalt blóðbergsilmur 200ml

  3.348 kr.

  Baðsaltið er Dauðahafssalt með blóðbergsilmi sem veitir næringu fyrir húðina og slökun.  Baðsaltið er mjög magnesíumríkt og er því nærandi og hefur róandi áhrif á húðina. Saltið er 100% öruggt fyrir húðina og hentar einnig exem og psoriasis sjúklingum vel. Pakkningarnar eru endurvinnanlegar. Baðsaltið kemur í fallegum sérhönnuðum textíl umbúðum. 

  Aðal grunnefni í baðsaltinu frá Lín Design eru:   Dauðahafssalt, blóðberg og cacoa ilmur. Saltið er unnið án allra kemsískra efna.

  Blóðbergið er yndisleg íslensk jurt sem gefur frá sér einstakan ilm sem konur hafa laðast að frá upphafi landnáms.  Konur fylltu gjarnan dyngjur sínar og kistla af Blóðberginu til að njóta ilmsins innanhúss. Konur böðuðu sig ekki einungis upp úr Blóðberginu heldur nýttu einnig jurtina til innöndunar þar sem talið er að hún leysi úr læðingi vellíðan. Blóðbergið inniheldur fjölmargar virkar ilmkjarnaolíur og hátt hlutfall andoxunarefana.


  Ilmvörurnar eru nýjung hjá Lín Design. Vörurnar eru hágæðavara þær eru handunnar úr lífrænum olíum, grænmeti og ávöxtum. Ilmirnir eru sérhannaður fyrir Lín Design og er því einstakir á sinn hátt og blöndurna eru því einn sinnar tegundar.  Ilmurinn er gerður úr blóðbergi og cacoa (súkkulaðijurt frá Suður-Ameríku). Vörurnar og umbúðir eru umhverfisvænar í alla staði. Vörur þessar eru ekki testaðar á dýrum.

  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.