Náttúruleg gæði dúnsins
Dúnsængurnar eru eingöngu fylltar með 100 % andadúni (200 grömm). Utan um sængina fer mýksta bómull sem býðst. Allur dúnn er hreinsaður með hita og engin kemísk efni er notuð við hreinsunina. Ástæðan er sú að dúnn dregur í sig raka og þegar hann þornar þá verður hluti af efnablöndunni eftir í dúninum. Það eykur líkurnar á ofnæmi eða ofnæmisviðbrögðum. Það sem skiptir mestu máli við val á dúnsængum er að sængin sé full af dúni, ekki fiðri. Dúnn er léttasta en jafnframt hlýjasta náttúrulega efni sem völ er á. Sængin á því að vera létt, hlý og rakadræg. Rakadrægnin er mikilvægur hluti því dúnninn dregur í sig raka í gegnum bómullina. Ef þetta er gert á þennan hátt verður sængin himnesk!
100% náttúruleg efni
Ytra byrði á sængunum er saumað úr 270 þráða 100% bómul sem tryggir mjúka viðkomu. Þegar sængin hefur verið þvegin í fyrsta sinn mýkist bómullin og þéttist. Til að forðast ryk og önnur óhreinindi, sem geta framkallað ofnæmi, er mikilvægt að sængin sé framleidd úr bestu fáanlegri bómull.
Vottun
Lín Design sængurnar eru OEKO-TEX® og RDS vottaðar. OEKO TEX vottun tryggir að varan sé framleidd á sjálfbæran hátt án skaðlegra efna. RDS Responsible Down Standard
RDS vottun tryggir ábyrga framleiðsluhætti, dúnnin kemur frá matvælaiðnaði.Dúnnin kemur einungis frá öndum sem hafa verið meðhöndlaðar af sérstakri gætni, þeim er gert kleift að lifa heilbrigðu lífi, fyljga meðfæddri hegðun og þjást ekki vegna sársauka eða álags
RDS staðlinum fylgir einnig rekjanleika krafa frá býli til vöru þannig er tryggt að dúnn og fiður sem eru merkt RDS eru það ( hægt að rekja á ákveðin býli )
Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.