Dúnsæng - 100% dúnn 140X200-500g

  27.990 kr.

  Dúnsæng - 100% dúnn  140X200-500g -fyrir þá sem vilja náttúruleg efni án þess að dúnsængin verði of heit

  Náttúruleg gæði dúnsins

  Dúnsængurnar eru fylltar með 500g af hvítum andadúni.Utan um sængina er 100% bómull sem er bæði mjúk og endingargóð.Allur dúnn er hreinsaður með hita og engin kemísk efni er notuð við hreinsunina.  Ástæðan er sú að dúnn dregur í sig raka og þegar hann þornar þá verður hluti af efnablöndunni eftir í dúninum.Það eykur líkurnar á ofnæmi eða ofnæmisviðbrögðum.  Það sem skiptir mestu máli við val á dúnsængum er að sængin sé full af dúni, ekki fiðri.Dúnn er léttasta en jafnframt hlýjasta náttúrulega efni sem völ er á.Dúnsængin á því að vera létt, hlý og rakadræg.  Rakadrægnin er mikilvægur hluti því dúnninn dregur í sig raka í gegnum bómullina.

  100% náttúruleg efni

  Ytra byrði á sængunum er saumað úr 270 þráða 100% bómul sem tryggir mjúka viðkomu. Þegar sængin hefur verið þvegin í fyrsta sinn mýkist bómullin og þéttist. Til að forðast ryk og önnur óhreinindi, sem geta framkallað ofnæmi, er mikilvægt að sængin sé framleidd úr bestu fáanlegri bómull. Dúnsængurnar eru saumaðar í ferhyrninga (24 hólf) til að koma í veg fyrir að dúnninn færist til. Með þessu er sængin einnig hitajöfnuð. Dúnsængin er fyllt með 500g hvítum andadúni.

  Hvers vegna er ekkert fiður í sængunum?

  Í sængunum frá Lín Design er ekkert fiður. Dúnninn einangrar mun betur en fiðrið. Dúnninn andar og losar mun betur raka en fiður. Fiður er oft notað sem fyllingarefni á móti dúninum. Þar sem ekkert fiður er að finna í sængunum "stinga" þær ekki og eru dásamlega mjúkar.

  Dúnn í stað gerviefnis

  Á markaðnum má finna úrval af sængum sem framleiddar eru úr gerviefnum. Munurinn á dúnsængum og gervisængum er að dúnninn er mun þéttari í sér og heldur betur hita en gervisængur. Dúnninn er einnig mun léttari og umhverfisvænni. Ólíkt gerviefnum er dúnninn gæddur þeim eiginleikum að geta dregið í sig og losað raka á áhrifaríkan hátt. Þetta verður til þess að dúnsængurnar halda upprunalegum eiginleika mun lengur en sængur úr gerfiefnum. Það sem skiptir mestu máli í vali á gæðadún er aldur dúnsins. Því lengur sem öndin dvelur við náttúrulegar aðstæður því þéttari verður dúnninn. Eldri dúnn gefur betri einangrun og því þarf minna magn í sængina. Sængurnar frá Lín Design eru vistvænar þar sem engin kemísk efni eru notuð í framleiðsluna.  Utan um sængina er 100% bómull sem er lituð með húðvingjarnlegum litarefnum.   Hitahreinsaður dúnn & vistvæn litarefni draga úr ofnæmisvöldum.

  Besta hitajöfnunarefnið

  Dúnn er náttúrulegt efni & jafnframt besta hitajöfnunarefnið. Dúnsængurnar frá Lín Design eru hólfaðar til þess að rétt magn af dúni fari í hvert hólf. Með þessu helst rétt hitastig í allri sænginni.

  Umhirða

  Gott er að viðra & hrista sængurnar utandyra. Sængurnar eru unnar úr 100% náttúrulegum efnum og "anda" því mjög vel. Það er heppilegt að lofta vel um sængurnar í um klukkustund áður en þú setur rúmteppi yfir sængurnar. Með þessu nærð þú að losa um raka sem hefur safnast í sængurnar. Forðist að ryksuga sængina. Með góðri umhirðu endist sængin í langan tíma.

   

  Ofnæmi - nei takk!

  Samkvæmt rannsóknum háskólans í Kiel í Þýskalandi og læknadeildar Wellington háskólans í Nýja Sjálandi eru dúnsængur mun betri fyrir fólk sem þjást af astma eða ofnæmi. Rannsóknirnar sýndu að gervisængurnar eru mun líklegri til að innihalda ofnæmisvalda sem síðan valda astma eða ofnæmi.

  ,,Sængur úr gerviefnum safna hraðar í sig ofnæmisvökvum frá rykmaurum en sængur sem gerðar eru úr dúni. Lengi var því trúað að rykmaurar tímguðust betur í sængum gerðum úr dúni en úr öðrum efnum. Því eru stundum auglýstar ofnæmisfríar sængur úr gerviefnum. Rannsóknir seinna ára benda til þess að þessu sé alveg öfugt farið og að rykmaurar tímgist verr í dúnsængum. Rannsóknir virðast kollvarpa þeirri trú að gerviefni séu betri í sængurfatnað þeirra eru eru með ofnæmi en dúnsængur og dúnkoddar".*

  * Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi.

  Þvottaleiðbeiningar

  Sængina má þvo í þvottavél en mikilvægt er að þurrka dúninn. Smelltu hér til að sjá frekari þvottalýsingu


  Póstlista skráning

  Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.