Áttablaðarós grá með hvítum útsaum

14.990 kr.

Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum.  Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós.  Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggt á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld.  Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.


Áttablaðarósin frá Lín Design er bróderuð í gráan eða hvítan sængurfatnað sem gerir rósina nútímalega og afar fallega.  Áttablaðarósin er ofin úr sérvalinni 350 þráða 100% Pima bómul.  Sængurfatnaðurinn mýkist því vel og gera má ráð fyrir að mesta mýktin náist eftir 3-4 þvotta.  Rósin er saumuð í sængurverið með bómullarþráðum og því helst litur í bróderíngu lengi. Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.