Baldursbrá - hvít með útsaum 140x200

15.790 kr.

Baldursbránna þekkja flestir enda sést hún víða á Íslandi og er hana að finna í ófáum villtum blómvöndum sem börnin týna sér til gamans. Talið er að Baldursbráin hafi komið til okkar með landnámsmönnum og því hefur hún verið með okkur um óralangt skeið. Útsaumurinn er fallega hvítur, gulur og grænn.

Baldursbrár rúmfötin eru ofin úr okkar allra bestu bómullarblöndu, 100% Pima bómull, sem mýkist með hverjum þvotti. Til að tryggja hámarks mýkt og endingu sérvöldum við bómullina. Gera má ráð fyrir mestri mýkt eftir 3-4 þvotta (sjá þvottaleiðbeiningar hér). 

Mynstrið er ofið í rúmfötin með þéttum útsaum. Útsaumurinn heldur sér, dofnar ekki né rýrnar við þvott. Eftir fyrsta þvott er gott að gufustrauja yfir útsauminn því það losar um þræðina, þeir mýkjast og slakna á ný. Útsaumurinn er úr 100% bómullarþráðum sem mýkjast vel og hnökra ekki.Póstlista skráning