Biðukolla - hvít með útsaum 140x200

15.990 kr.

Biðukolla er eitt af skemmtilegri blómum í íslenskri náttúru.  Flestir eiga skemmtilegar minningar af því að blása fræjunum af blóminu!

Biðukollan er lengsta útsaumsmynstrið sem við höfum hannað.  Mynstrið nær frá botni sængurvers og upp með sængurverinu.  Mynstrið er stórt en afar fínlegt.  Það sýnir vel blómið og fræin sem eru eitt aðal einkennið fyrir biðukolluna.

Biðukollan er ofin úr vandaðri bómullargerð; 380 þráða 100% Pima bómull.  Þessi fallega bómullarblanda mýkist einstaklega vel.  Gera má ráð fyrir að hámarksmýkt náist eftir 4-5 þvotta (bómullin dregur í sig raka/vökva og mýkist við það).  Til að ná hámarks mýkt  mælum við með eftirfarandi þvottaleiðbeiningum (smelltu hér!).

Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni. Stærð 140X200 50X70 40X40

Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.