Bláklukka - hvít m/útsaum 140x200

14.990 kr.

Bláklukka er eins og nafnið gefur til kynna, blá og klukkulaga. Þetta fallega blóm er í uppáhaldi hjá svo mörgum enda finnst það víða um land. Í Bláklukkuna völdum við bómullargerð sem er eins og blómið sjálft, mjúk og falleg. Bláklukkumynstrið er ofið í rúmfötin með lituðum bómullarþráðum sem gerir það að verkum að hann heldur sér jafn lengi og rúmfötin sjálf og dofnar ekki með tímanum. 

Bláklukkan frá Lín Design er ofin úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull sem er einstaklega mjúk og endingargóð. Hár þráðafjöldi þýðir meiri þéttleiki í vefnaðinum, meiri mýkt og meiri rakadrægni. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem hún þarf til þess að ná hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita, með mildu þvottaefni (án klórs) og ekki sé notað mýkingarefni. Nánari þvottleiðbeiningar má nálgast hér.Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.