Braggablús í kvöldsól stærð 140x200

13.990 kr.

Braggablús í kvöldsól

Liturinn er einstaklega hlýlegur á þessum fallegu rúmfötum sem heitir kvöldsól. Meðfram öllum hliðum á rúmfötunum er bogadreginn útsaumur í ryðrauðum lit með tilvísun í braggaformið.Nýjung við þessi rúmföt er að ysti kanturinn er opinn og rúmfötin eru saumuð saman upp við útsauminn. Þetta setur mikinn svip og gerir rúmfötin einstök. 

Rúmfötin eru ofin úr 380 þráða silkimjúkri umhverfisvænni Pima bómull.
Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita en nánari þvottleiðbeiningar má nálgast https://www.lindesign.is/lin-design/um-lin-design/thvottaleidbeiningar/ Útsaumsgarnið er fullkomlega þvottekta og mun halda litnum um ókomin ár.


Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.