HÚH koddaver - hvítt 50X70

2.990 kr.2.243 kr.

Allir Íslendingar kannast við víkingaklappið skemmtilega HUH!  Klappið kom upphaflega frá landsliðinu og nú þegar íslendingar fagna þá klappa þeir og klappa gjarnan upp stemningu við hinar ýmsu uppákomur.   

Nú hefur Lín Design framleitt einstaka línu í tilefni heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 2018.  Um er að ræða rúmföt í þremur gerðum ásamt koddaverum.  Fyrst ber að nefna rúmföt með vísunni eftir Jón Sigurðsson, „Komin heim“  Síðan bættust við fánalitirnir og síðast en ekki síst nýji liturinn í búningi fótboltaliðsins.
Koddaverið kemur í fánalitunum með blárri bróderingu.Stærð 50X70
Að sjálfsögðu eru umbúðirnar umhverfisvænar og nýtanlegar eins og allar umbúðir frá Lín Design eru!

Koddaverið er ofið úr 360 þráða umhverfisvænni Pimabómull
Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita en nánari þvottleiðbeiningar má nálgast https://www.lindesign.is/lin-design/um-lin-design/thvottaleidbeiningar/

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.