Hvönn koddaver

2.890 kr.

Hvönn var um aldir hluti af fæðu íslendinga og víða voru hvannagarðar í kringum bæi á öldum áður.  Hvönnin var mikilvæg útflutningsvara fyrr á tímum og var notuð sem gjaldmiðill.  Í Grágás, elsta lagariti Íslendinga, er kveðið á um viðurlög við stuldi á hvönn.  

Í upphafi sumars er hvönnin ljósgræn en breytir um lit þegar líður að hausti.  Þá dekkist hvönnin og verður brún að lit. Hvönnin frá Lín Design er síðsumar hvönn og því ljósbrún að lit.

Koddaverið er ofið úr 360 þráða 100% Pima bómul og kemur í fallegum umbúðum.

Hvönnin er mikilvæg lækningajurt og er nú að finna í lyfjum sem talin eru vinna á lifrarkvillum, smiti og eitrunum og brósthimnabólgu ásamt mörgu öðru.  Fersk hvönn er oft notuð sem krydd enda góður bragðbætir.   Rannsóknir hérlendra vísindamanna á síðustu árum hafa leitt í ljós að tiltekin efni í hvönn styrkja ónæmiskerfið. 

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.