Tré – Púði
Sérstaklega fallegur púði með útsaumi í formi trjágreina. Púðinn er úr 100% sérvalinni bómull eins og er í rúmfötunum og passar því jafn vel í stofu og svefnherbergi. Allur útsaumur hjá Lín design er fyrsta flokks og því engin hætta á að litur renni til eða að útsaumur rakni upp. Púðinn kemur í tveimur litum, kvöldsól sem er mildur bleikur litur og Dimmu, sem er svartur.