Frá hugmynd að hönnun

Við hjá Lín Design erum stöðugt að hanna og þróa nýjar vörur.  Á hverju vori kynnum við nokkur ný íslensk blómamynstur.  Fyrir eitt sumarið var unnið að tveimur blómum; Biðukollu & Hjartarfa. Hér er hægt að sjá hvernig hönnuðirnir unnu að sumarlínunni og hvernig blómin verða til frá hugmynd að hönnun.

Biðukollan er áberandi í íslenskri náttúru. Í upphafi var ætlunin að leggja áherslu á blómið og fræin.  Eftir nokkrar prufur var ákveðið að hanna blómið ásamt stofni í grasi sem vex í kringum biðukolluna. 

   

Hjartarfi er smágert blóm sem vex víða. Hugmynd hönnuðar var að teikna lítil hjörtu í stað laufblaða. Útkoman er laglegt mynstur sem er bróderað á sængurfatnað, bæði fyrir börn og fullorðna.

   

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.