Umhverfisstefna

Eitt af markmiðum Lín Design er að hanna og framleiða vistvænar vörur.  Markmið okkar hefur verið að draga úr notkun óumhverfisvænna umbúða svo sem umbúða úr plasti og pappír.  Flestar vörur Lín Design eru pakkaðar í bómullarumbúðir sem eru endurnýtanlegar.  Í stað þess að notast við plastinnkaupapoka framleiðir Lín Design eigin poka sem saumaðir eru úr 100% bómull.

Vörurnar frá Lín Design eru unnar úr sérvalinni bómull sem er ræktuð og unnin án eiturefna.  Litaður rúmfatnaður er unnin án skaðlegra efna, hvort sem er fyrir fólk eða umhverfið.  Litarefnin eru án málma, formaldehýð eða annarra eiturefna.  Litirnir í rúmfatnaðinum frá Lín Design eru samkvæmt bestu vitund og samvisku unnir úr umhverfisvænum og "húðvingjarnlegum" efnum.

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.