Spurt & svarað

Hvernig bómull er í sængurfötunum?

Allur sængurfatnaður er saumaður úr 100% Pima bómull sem er einstaklega mjúk og vönduð bómullartegund.  Til að hámarka gæði & mýkt þá er sængurfatnaðurinn ofinn úr 300-400 þráðum.  Því fleiri bómullarþræðir því mýkri verður sængurfatnaðurinn

Er öll bómull eins?  Hvað eru til margar gerðir bómullar?

Það eru til margar gerðir bómullar.  Almennt er talað um 13 gerðir bómullar sem eru flokkaðar eru í mismunandi flokka eftir gæðum.  Pima bómull er ein vandaðasta bómullargerðin.  Bómullarstönglarnir eru lengri en í öðrum gerðum bómullar.  Bómullin er því mýkri og þéttari.

Hvers vegna hnökrar efni?

Efni sem er framleidd með gerviþráðum eru líkleg til að hnökra.  Efni sem framleitt er úr 100% bómull (ekki blönduð með gerviþráðum) hnökra mun síður. 

Hvaða efni „andar“ ?  Hvers vegna er gott að efnið andi?

Náttúruleg efni s.s. bómull „andar“ þar sem efnið dregur í sig raka/vökva.  Við þetta mýkist og þéttist efnið.  Þegar efnið þornar losar það raka aftur í andrúmslofið.  Fullorðið fólk losar 300-600 ml af vatni yfir nóttina í formi uppgufunar.  Það er því mikilvægt að velja vandaðan rúmfatnað því gerviefni geta stuðlað að meiri svitamyndum en bómull.

Hvaða efni er straufrítt? 

Aðeins gerviefni eru 100% straufrí.  Bómull er aldrei 100% straufrí en hiti hefur áhrif á krumpur í efninu.  Það er því góð regla að þvo þvott við minni hita því það krumpar efnið minna.  Margar þvottavélar eru hannaðar til að vinda á mjög háum snúning.  Þetta er gert í sparnaðarskyni.  Ef þú þurrkar úti getur verið gott að stilla vinduna á lágmark því þá krumpast efnið síður.

Er gott að nota mýkingarefni?

Mýkingarefni var hannað til að mýkja vatn, þvott og bæta ilmefnum við þvottinn.  Það er ekki talið heppilegt að nota mýkingarefni á 100% bómull.  Ástæðan er að mýkingarefnið húðar bómullina sem verður til þess að hún dregur síður í sig raka (og mýkist því ekki vel!).  Mýkingarefni getur einnig húðað bómullina með efnum sem draga síðan í sig ryk og önnur óhreinindi.  Almennt er talið heppilegt að nota mýkingarefni á gerviefni enda var mýkingarefnið hannað til að afrafmagna gerviþræði.

Hvar er varan hönnuð?

Allar vörur frá Lín Design eru hannaðar á Íslandi.  Markmið okkar er að hanna og framleiða vandaðar vörur.  Innblástur að hönnun okkar er íslensk náttúra og menning. 

Hvað þýðir það þegar talað er um fjölda þráða?

Því fleiri sem bómullarþræðirnir eru í vörunni því mýkri verður hún.  Sængurfatnaður sem er ofinn úr 300 þráða bómull þarf 2-3 þvotta, við 30°c, til að ná hámarksmýkt.  Sængurfatnaður ofinn úr 400 þráða bómull þarf 4-6 þvotta til að ná hámarksmýkt. 

Hvernig er best að þvo vörurnar?

Ef þú fylgir þvottaleiðbeiningum frá upphafi nærðu meiri mýkt og gæðum úr vörunum frá Lín Design.  Sængurfatnaður frá Lín Design er ofinn úr Pima bómull sem er einstaklega mjúk bómullartegund.  Þvoðu bómullarvörunar frá Lín Design við vægan hita fyrstu 2-3 þvotta.  Þetta verður til þess að bómullin mýkist hægar og þéttist betur.  Mikilvægt er að nota ekki mýkingarefni þar sem það hindrar að bómullin dragi í sig raka til að mýkjast.  Þú sérð frekari þvottaleiðbeiningar hér

Hvar eru vörurnar framleiddar?

Vörurnar frá Lín Design eru hannaðar á Íslandi.  Við framleiðum vörurnar erlendis.  Við sérveljum allt efni sem við notum í vörurnar. 

Er sængurfatnaðurinn straufrír?

Til að sængurfatnaður sé straufrír þurfa að vera gerviþræðir (gerviefni) í efninu.   Gerviefnin draga úr mýkt og því eru engin ónáttúruleg efni í sængurfatnaðinum frá Lín Design.  Til að fá sem mesta mýkt þarf að framleiða úr bestu gerð bómullar, bómullarþræðirnir þurfa að vera a.m.k 250 og frágangurinn þarf að vera vandaður.  Til að draga úr krumpum í efninu er heppilegast að þvo / þurrka við lægri hita.  Hár hiti framkallar krumpur og dregur úr gæðum sængurfatnaðarins til lengri tíma

Hversu oft koma nýjar vörur?

Við komum með nýjar vörur 3-4 sinnum á ári. Sumar vörutegundir eru í boði allt árið. Aðrar vörur eru aðeins fáanlegar á ákveðnum tíma. Markmið okkar hjá Lín Design er að hanna og framleiða fallegar og vandaðar vörur sem eru innblásnar af íslenskri náttúru og menningu. Að jafnaði er úrvalið gott í versluninni eða um 30 tegundir af rúmfatnaði.

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.