Vefverslun

Hér á síðunni getur þú skoðað vöruúrvalið sem er það sama og í verslun. Til að skoða vöruúrvalið velur þú flokka hér að ofan – svefnherbergi, börn, barnaföt, eldhús, stofa, baðherbergi og ilmvörur. Fyrir hvern vöruflokk finnur þú vörur þar sem birtar eru myndir, verð og frekari upplýsingar um vöruna. Vöruverð í vefverslun er það sama og í verslun Lín Design.

Í netverslun Lín Design er tekið við öllum debet, kreditkortum og netgiró. Greiðsla fer fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Meðferð kortaupplýsinga og greiðslna fer í gegnum örugga þjónustu frá Advaniu. Vefverslun Lín Design notast við VeriSign greiðslukerfið á netinu. VeriSign öryggisstaðnallinn er talinn meðal þeirra öruggustu á netinu. Viðskiptavinir ökkar geta því verið fullvissir um að þær upplýsingar sem skráðar eru í vefverslun eru algjörlega varðar utanaðkomandi aðilum.

Pantanir sem berast fyrir kl. 13 fara í póst samdægurs. Í flestum tilfellum er pakkinn kominn á pósthús daginn eftir. Allar vörur eru sendar með Póstinum. Við sendum þér vöruna án á næsta pósthús (innanlands). Frí sending ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira annars 590 kr. póstburðargjald. Ef verslað er erlendis frá greiðir viðtakandi sendinguna.

EF þú hefur einhverjar spurningar varðandi vefverslunina, þá endilega hafðu samband við okkur í gegnum netfangið lindesign@lindesign.is eða í síma 533 2220 (11-18 virka daga og 11-16 á laugardögum)

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.