Dregið úr ofnæmisvöldum

Hlutverk foreldra er að vernda börn og halda þeim frá skaðlegum hlutum og efnum. Barnavörurnar frá Lín Design eru unnar án skaðlegra litarefna, formalíns eða annarra óþarfa aukaefna sem geta haft áhrif á börnin. Við mælum með að þú þvoir barnafötin áður en þau eru notuð í fyrsta sinn. Þannig má losna við efnasambönd sem notuð eru í framleiðsluferlinu, sem auðvelt er að losna við í þvotti.  Við mælum einnig með að þú notir þvottavörur sem eru ilm- og aukaefnalaus með öllu, t.d. Neutral þvottaefnið.

Póstlista skráning

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn. geyma upplýsingar um stillingar o.flr. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.